HM Í HANDBOLTA 2023
Giskaðu á úrslitin í leikjum Íslands á HM í handbolta og þú gætir unnið þér inn ársbirgðir af eldsneyti.
Leikurinn hefst föstudaginn 24. nóvember 2023 og honum lýkur þegar stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu hafa lokið þátttöku á mótinu.
Einungis einstaklingar mega taka þátt í leiknum. Fyrirtæki geta ekki tekið þátt. Þátttaka kostar ekkert (fyrir utan kostnað við nettengingu).
Þegar HM lýkur verður dreginn út vinningshafi sem vinnur „ársbirgðir af eldneyti“ eða sem nemur 350.000 krónum*.
Sá þátttakandi sem oftast giskar á réttar markatölur í leikjum Íslands vinnur leikinn. Verði fleiri en einn þáttakandi með jafnmörg rétt gisk verður dregið á milli þeirra. Giski enginn þátttakandi á réttar markatölur verður dregið úr nöfnum allra þátttakenda í leiknum.
Þátttakendur þurfa að skrá nafn og símanúmer. Símanúmerum er einungis safnað til að hægt sé að hafa samband við vinningshafa en þeim verður ekki dreift til þriðja aðila og þau verða ekki notuð í markaðslegum tilgangi.
Þátttakendur verða að vera 18 ára eða eldri.
Reynt verður eftir bestu getu að sjá til þess að keppnin fari heiðarlega fram. Ef þú hefur grun um misnotkun á einhvern hátt skaltu hafa samband við olisleikur@pipar-tbwa.is
*Í vinning er eldsneyti fyrir 350.000 kr. en skv. reikniforsendum FÍB eru það rúmlega ársbirgðir af bensíni m.v. fólksbíl sem ekið er 15.000 km á ári og eyðir 7 lítrum á hundraði (339.570 kr.). Útreikningar miðast við bensínverð á ÓB-stöðvum þann 29. desember 2022.